26.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

2. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Kristinn Daníelsson:

Eg vildi að eins gera örstutta athugasemd til að sýna, að það er ekki út í loftið, sem eg hefi sagt um veginn milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar. Á allri leiðinni frá Keflavík inn á Vogastapa er nægur ofaníburður, og þaðan verður sjálfsagt að flytja hann langt inn í Strandarheiði, og mun vegurinn verða með því móti mun ódýrari. Þá er á þessari leið hættuleg torfæra á Njarðvíkurfitjum, sem stafar af sjónum, og verður hvort sem er ekki komist hjá að gjöra við hana, en til þess ætti engu fé að verja og þyrfti ekki, ef vegurinn er lagður. — Eg skal svo ekki tefja háttv. þingdm. lengur.