15.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1026 í B-deild Alþingistíðinda. (933)

82. mál, póstafgreiðsla í Vík

Kristinn Daníelsson:

Eg hefi verið á stöðum, þar sem beðið hefir verið um umbætur á póstgöngum og farin þessi leið, sem hæstv. ráðherra hefir bent á, nefnilega til póststjórnar og stjórnarráðs, og hefir slíkum beiðnum oft ekki verið sint fyr en eftir nokkur missiri, þó ýmislegt hafi á endanum komist í lag.

Eg skal játa það, að það er vandi fyrir þingdeildirnar að setja sig inn í slík mál; til þess þarf kunnugleika á kringumstæðum. Mér finst þó óviðkunnanlegt að lofa tillögunni ekki að fara til Nd., en annars ræð eg til að umræðunni sé frestað og nefnd sé kosin til að athuga tillöguna betur.