04.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í B-deild Alþingistíðinda. (1041)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Bjarni Jónsson:

Eg vil benda á, að háttv. Ed. hefir gert þá breytingu við styrk til Jóns Ófeigssonar, að hún hefir bætt við orðunum »alt að 60 kr. fyrir örkina«. Það er gert óaðgengilegra með þessu, og vildi eg því leggja til, að þessu verði breytt. Held eg það sé öllum að meinfangalausu,. Eg er þakklátur hv. nefnd fyrir, að hún hefir tekið upp styrk til ferða milli Svíþjóðar, Íslands. Vil eg enn vekja athygli á því og mæla með því.

Viðvíkjandi tillögu um fjárveitingu til háskóla skal eg geta þess, að eg álít að háskólinn gæti vel starfað hér í þessu húsi í 50 ár, án þess að það sé vanvirða eða standi fyrir þrifum. Auðvitað væri eg ekki á móti því að reist væri stórt og fagurt hús, ef menn hefðu úr svo miklu fé að spila, en þess gerist engin þörf.