08.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í B-deild Alþingistíðinda. (113)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Julíus Havsteen:

Hv. framsm. gat um breyttill. frá mér á þingskj. 956, en gat þess jafnframt, að nefndin hefði ekki tekið hana til íhugunar. Tillagan fer fram á 500 kr. styrk hvort árið til unglingaskóla Ásgríms Magnússonar. Þessi fjárveiting stóð á fjárlögunum, þegar þau fóru héðan úr deildinni um daginn, og eg man ekki betur en það væri samkvæmt tillögum fjárlaganefndarinnar, og fjárveitingin var samþykt með þorra atkvæða. En svo var þessi fjárveiting feld í neðri deild með litlum atkvæðamun. Þessi skóli er góður og gerir mikið gagn. Sérstaklega þar sem svo stendur á eins og hér, að barnaskólahúsið er orðið of lítið, getur ekki tekið alla þá sem að skólanum sækja. Mér sýnist því full ástæða til að taka þessa fjárveitingu upp aftur, og vil mæla með því að hún verði samþykt.