05.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í B-deild Alþingistíðinda. (1188)

162. mál, símskeytarannsókn

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) fór býsna langt út fyrir málið, því að hann fór að tala um förina til Frakklands. En eg vil leyfa mér að benda honum á, að það er alls ekki minni hlutinn, sem ræður hér, heldur er það meiri hlutinn. Tillagan um fjárveitinguna handa honum var feld af hans eigin flokksmönnum. Minni hlutinn gat ekki gert það. Háttv. þm. fór óþvegnum orðum um símskeyti háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.) þar sem hann sagði, að þau hefðu verið vopn blekkinga og lyga. Eg hefi séð þessi símskeyti og get því vottað, að ummæli háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.), sem lýsti þessi ummæli háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) ærulausa lýgi eru á rökum bygð. Eg hygg, að háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) þori ekki að endurtaka þessi ummæli utanþings af ótta við dómstólana. Það mun sannast hið fornkveðna:

„Skal til skammar talað,

Skúli rann ’inn fúli;

skullu við harðar hellur

hælar á rögum þræli.“