09.05.1911
Sameinað þing: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í B-deild Alþingistíðinda. (122)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Sigurður Stefánsson:

Eg vildi að eins fara örfáum orðum um brtill. á þskj. 959. Mér er vel kunnugt um að vart mundi þurfa svona dýran vita á þessum stað — Bjargtöngum, og hér er farið fram á. Eg hygg að duga mætti líkt ljósker og á Öndverðarnesi; þá hefði líka stjórnin bendingu til að setja ekki meira fé í þann vita en ástæða væri til, og eg vona að stjórnin finni sér bæði ljúft og skylt að gera það. Þá vildi eg einnig, úr því að eg stóð upp, minnast dálítið á brtill. á þskj. 962, áhrærandi viðskiftaráðunautinn. Eg álít enga meiningu í því að láta hann hafa hin og önnur störf með höndum, svo sem þingmensku, og dvelja svo og svo lengi hér heima. Nærvera hans erlendis gæti áreiðanlega orðið landinu til stórmikils gagns — svo skifti hundruðum þúsunda, og eg efa ekki að sá maður, sem nú gegnir starfi þessu, geti komið mörgu og miklu góðu til leiðar komið, ef hann gefur sig óskiftan við starfinu, og það álít eg lífsnauðsyn.