09.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1113 í B-deild Alþingistíðinda. (1324)

42. mál, vitagjald

Jóhannes Jóhannesson:

Eins og h. framsm. (Ó. Br.) tók fram, hefir nefndin komið fram með þá brtill., að lögreglustjórar eigi framvegis ekki að hafa sérstök innheimtulaun af vitagjaldi. Þessi brtill hlýtur að stafa af ókunnugleik háttv. nefndarmanna; þeir munu hafa álitið, að þegar útlend fiskiskip koma á hafnir, muni þau altaf af sjálfsdáðum setja sig í samband við menn í landi og því muni lögreglustjórum fyrirhafnarlaust að innheimta gjöld hjá þeim. En þetta er alls ekki rétt; á Seyðisfirði er það t. d. altítt, að færeysk fiskiskip aðeins koma inn á höfnina til þess að skila af sér aflanum í flutningaskip. Þau hafa alls ekki samgöngur við land, svo að ef lögreglustjóri á að ná til þeirra til þess að innheimta gjöld, verður hann að manna bát og fara út í þau sjálfur. Þar að auki getur lögreglustjóri ekki altaf verið heima, og verður hann því oft að setja í sinn stað mann til þess að annast um innheimtuna. Innheimtan getur þannig á margan hátt haft talsverðan kostnað í för með sér fyrir lögreglustjóra, og virðist því ósanngjarnt að rýra innheimtulaun þeirra. Eg vil því skora á hina h, nefnd að taka aftur brt. á þskj. 86.