07.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (1582)

45. mál, stofnun lagaskóla á Íslandi

Bjarni Jónsson:

Mig undrar að nokkur háttv. þingm. skuli vera að tala um að setja nefnd í mál þetta. Slíkt er alveg ónauðsynlegt. Mál þetta á ekkert skylt við frumv. það, er háttv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.) gat um. Það er sjálfsagt að verða við beiðni þessara 3 nemenda; hvað á þingið að vera að níðast á þeim? Þetta ákvæði í lagaskólalögunum hefir að eins slæðst inn af vangá og því sjálfsagt að lagfæra það.