19.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1878 í B-deild Alþingistíðinda. (2262)

134. mál, barnafræðsla

Pétur Jónsson:

Eg vil að eins mæla örfá orð út af ræðu háttv. 1. þm. Húnv. (H. G.). Hann talaði um að óánægja væri með fræðslulögin, þar sem þau væru komin á. Eg sé ekki að það atriði snerti þetta mál, því hér er að eins farið fram á frestun. Ef koma á í veg fyrir óánægju með lögin, þá eru að eins 2 vegir: breyta þeim eða afnema þau. Annað er gagnslaust, ef óánægjan er á verulegum rökum bygð. Hér er nú ekki farið fram á slíkt, heldur einungis að fresta á ný framkvæmd á einu atriði þeirra, sem langt er komið með að framkvæma. Það er búið að gefa frest einu sinni áður. Eigi enn að gefa frest, er það sama og að slá veilur í tilgang þeirra, og það er rangt og hefir illar afleiðingar. Þeim sem þykja lögin óheppileg er um að gera að fá þeim breytt, hitt gerir vont verra.