04.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1909 í B-deild Alþingistíðinda. (2297)

35. mál, bændaskóli á Eiðum

Sigurður Gunnarsson:

Eg er hlyntur því, að málið sé tekið til rækilegrar íhugunar. Mér og fleiri háttv. þm. hafði komið til hugar að vísa málinu til landbúnaðarnefndarinnar. En síðan hefi eg heyrt raddir um, að heppilegast væri, að kosin væri sérstök nefnd. Nú með því, að mér er kunnugt um, að háttv. þdm. eru yfirleitt ekki vel búnir undir nefndarskipun í þetta sinn, skal eg leysa hnútinn með því, að leyfa mér að æskja þess, að málið verði tekið út af dagskrá.