01.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (233)

125. mál, eiðar og drengskaparorð

Lárus H. Barnason:

Út af síðustu orðum hv. ráðherra, held eg, eg verði að mæla með því, að áminningarræðan gamla fái að lifa áfram, ekki af því að hún sé svo falleg eða uppbyggileg, heldur af hinu, að hún getur haft góð og mikil áhrif sé hún lesin vel og tilhlýðilega; þess þekki eg nokkur dæmi.