03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2086 í B-deild Alþingistíðinda. (2558)

159. mál, millilandaferðir

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Ræða háttv. 2. þm. Húnv. (B. S.) sannfærði mig um, að okkar leið er sú eina tiltækilega í þessu efni. Mér skildist á þm., að hann hefði snúið sér til ráðherra, en hann hefði ekki getað komið þessu í framkvæmd. En úr því ráðh. getur ekki komið þessu í verk, þá getur þingdeildin það heldur ekki, því að það verður að taka það til athugunar, að ráðherra hefir engin yfirráð yfir millilandaskipunum. Þau hafa ekki styrk úr landssjóði og við getum ekki skyldað þau til að koma við í Stykkishólmi eða neinum öðrum stað. Eg fæ ekki séð, að það hafi meiri áhrif, þótt þingdeildin skori á ráðherra að taka þetta til greina, en hver einstakur þingmaður. Eg er sannfærður um, að fyrverandi ráðherrar hafa gert, og að hver sem er ráðherra, gerir í þessu efni það, sem hann getur.