05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2102 í B-deild Alþingistíðinda. (2586)

124. mál, stöðulögin

Skúli Thoroddsen:

Eg skil dagskrána svo, að flutningsmenn hugsi sér tvent með henni. Gagnvart Dönum geta þeir sagt: Við drápum þingsályktunartillöguna með dagskránni. Gagnvart Íslendingum: Dagskráin er skorinorð, ekki vantaði það, að við tókum munninn nógu fullan. Þetta hlýtur að vera meining þeirra. Þess vegna vil eg skora á hina háttvirtu deild að samþykkja tillöguna.