05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2105 í B-deild Alþingistíðinda. (2594)

124. mál, stöðulögin

Bjarni Jónsson:

Eg skil ekki, hví þessi rökstudda dagskrá er fram komin Vér berum fram vora tillögu með skírskotun til alþingissamþ. 1871, og er hún fram komin af því, að vér höfum ekki farið sömu leið, sem á síðasta þingi. Rökstudd dagskrá er grafin í þingtíðindunum, og menn munu segja, að úr því að málið hefir verið tekið út af dagskrá, hafi stjórnin enga hvöt til að framfylgja málinu. Það var rétt hjá háttv. þm. N. Ísf. (Sk. Th.), að tvær væru hliðar á þessu máli, önnur inn á við, en hin út á við gagnvart Dönum, og er það skylda vor að fylgja þeirri hlið málsins einarðlega fram. Allar fortölur háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) eru árangurslausar, því að þótt hann sé sléttmáll, þá kann hann þó ekki það, sem á grísku er kallað ??? ???? ???? ??????? ??????, eða að gera lakara málstað betra. Þeir sem komið hafa fram með dagskrána, hafa engar ástæður getað fært fyrir henni.