22.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2118 í B-deild Alþingistíðinda. (2613)

140. mál, gjöf Jóns Sigurðssonar

Hannes Hafstein:

Eg skal taka það fram, að mér er þetta ekki kappsmál. En úr því háttv. flutnm. (J. Þ.) lýsir því hér með yfir, að meiningin í tillögum sínum á þgskj. 630 eigi að vera sú sama og í till. verðlaunanefndarinnar á þgskj. 622, þá er honum skylt að lagfæra orðalagið á tillögu sinni. Eins og þetta stendur hér í tillögunni, geta orðin: »annars kostar« ekki átt við 3. lið. 3. liður er hér alveg sjálfstæður, svo hann verður jafn rétthár 1. lið.

Ef hv. flutningsm. finnur ekki ástæðu til þess að fá málið tekið út af dagskrá í þessu skyni, þá verð eg að stinga upp á nefnd.