21.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (354)

20. mál, skoðun á síld

Steingrímur Jónsson:

Eg vil leyfa mér að benda á að, ef frumvarp þetta á að geta komið til framkvæmda á þessu ári, þá verður það að vera fyrir 20. júlí í sumar. Það verður að vera fyrir þann tíma, ef lögin eiga að koma að gagni 1911. Eg fyrir mitt leyti held, að það þurfi ekki að verða neitt erfitt, nema ef vera skyldi ákvæðið um undirmatsmennina. Það getur verið spurning um það, hvort hægt sé að hafa til nógu marga síldarmatsmenn fyrir þann tíma, 20. júlí í sumar. Eg vil leyfa mér að skjóta því til athugunar hinnar háttv. nefndar, hvort hún vildi ekki við 3. umr. koma fram með breytingartillögu um, að lög þessi skuli öðlast gildi 20. júlí 1911. Ef þau öðlast síðar gildi er ekki mögulegt, að þau komi að gagni fyr en á árinu 1912.