07.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 701 í B-deild Alþingistíðinda. (435)

67. mál, réttur kvenna

Framsögum. Jósef Björnsson:

Breytingartillaga sú, sem hér er framkomin, er að eins orðabreyting, og er hún aðgengileg, því að hún kemur á samræmi í orðalagi á frumvarpinu. Það er stungið upp á, að í stað orðanna í 1.—3. gr. „karlmenn“ komi „karlar“. Það er meira samræmi í að segja karlar og konur en karlmenn og konur. Eg vona að þessi breytingartillaga verði samþykt.