04.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 720 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

22. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Jósef Björnsson:

Eg skal ekki fjölyrða um þetta mál, en vil að eins lýsa því yfir, að meiri hluti nefndarinnar heldur fast fram sinni skoðun, eins og hún kom fram við aðra umræðu málsins og

mælir því eindregið á móti þeim br.till., sem hér liggja fyrir.

Eg get ekki verið sammála hv. 4. kgk. þm. að frumvarpið, eins og það liggur fyrir, sé ósæmilegt, eða engum manni sýnandi, eins og hann komst að orði.

Eg lít svo á, að það væri alls ekki ósæmilegt, þótt engin eftirlaun væru ætluð ráðherrum og því síður geti það kallast ósæmilegt, að þau eftirlaunin séu lág.