03.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (492)

130. mál, tollalög

Kristinn Daníelsson:

Eg get í rauninni fallið frá orðinu, því að hæstv. ráðherra hefir tekið það fram, sem eg ætlaði að segja. Þó að þessi útlendu heiti séu komin í lög, ættum við að geta komið íslenzkum heitum í ný lög, eg sé ekkert því til fyrirstöðu, að breytt sé um nöfn í öðrum lögum. En ef þessi útlendu heiti komast í frumvarpið, vildi eg óska, að skrifað væri lítri og kílógram, því að það kemur aldrei fyrir, að stafurinn i sé borinn fram sem í.