07.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 799 í B-deild Alþingistíðinda. (554)

70. mál, forgangsréttur kandídata

Framsögum. Ari Jónsson:

Eg ætla að leyfa mér að mæla með br.till. nefndarinnar, og geta þess, að þær eru allar að eins orðabreytingar. Aðalbreytingin er leiðrétting á ákvæðum 4. gr. um þennan 5 ára frest, að í staðinn fyrir „eftir 5 ár“ komi „innan 5 ára“, því að það er auðvitað átt við, að ákvæðið nái til þeirra, sem hafa lokið prófi áður en 5 ár eru liðin frá stofnun háskólans.