07.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 849 í B-deild Alþingistíðinda. (638)

28. mál, sala kirkjujarða

Lárus H. Bjarnason:

Þetta frumv. var borið fram í hv. neðri deild á þinginu 1909, en náði ekki fram að ganga. Kirkjumálanefndin leit svo á, að selja mætti frá prestssetrum hjáleigur, sem væru sérstök býli. En í fyrra hafði verið litið svo á í Stjórnarráðinu, að tvísýnt væri, hvort heimilt væri að selja slíkar jarðir. Því er þetta frumv. fram komið. Það ætlast að eins til að selja megi hjáleigu, þar sem salan ekki mundi spilla prestssetrinu, enda á að leita álits umráðamanns áður en selt er.