18.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 862 í B-deild Alþingistíðinda. (673)

114. mál, bankavaxtabréf

Ráðherra (Kr. J.):

Eg man ekki betur en að öll verðbréf landssjóðs séu nú bundin einmitt sem veð fyrir veðdeildirnar, en hv. 2. kgk. þm. veit þetta betur en eg.

(Lárus H. Bjarnason: Hefir landssjóður handbært fé að leggja fram í þessu skyni).

Því býst eg ekki við og eigi verður því neitað, að það yrði veruleg byrði á honum að leggja fram þetta tryggingarfé. Mál þetta var annars athugað á seinasta þingi og þá þótti það eigi gerlegt að leggja þessa byrði á landssjóð, en nú er farið fram á að gera breytingar í því efni, og þykir mér sjálfsagt að nefnd sé sett í málið, og leyfi mér að stinga upp á 3 manna nefnd.