06.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 891 í B-deild Alþingistíðinda. (754)

63. mál, Húsavík með Þorvaldsstöðum

Steingr. Jónsson:

Þessu frv. hefir ekkert verið breytt í n. d. nema að því leyti, að nú eru 6 kúgildi undanskilin í sölunni, auk þess sem áður voru undanskilin hús og tún. Lágmark verðsins er það sama og áður var, en í rauninni er sama sem, að lágmarkið sé fært upp um 600 krónur, því eftir gangverði má telja 6 kúgildi sem næst 600 króna virði. Að öðru leyti er frumvarpið óbreytt og vil eg leyfa mér að mæla með því, að háttv. deild samþykki það.