11.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (78)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Steingrímur Jónsson:

Eg benti á það áðan, að fjöldi af þeim vörutegundum, sem farmgjaldið er lagt á, eru ekki vegnar.

Háttvirtur þingmaður veit að allar kornvörur, kol og salt, sem er vegið og má hafa nákvæma áætlun um, er undanþegið gjaldinu. Hefðu allar þær vörur verið teknar með, var um annað mál að ræða.

Samþ. í einu hljóði að frumvarpið gengi til 2. umræðu. Vísað til nefndar í frumvarpinu til fjáraukalaga í einu hljóði.