01.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (823)

26. mál, skógrækt

Ráðherra (Kr. J.):

Það er eitt atriði í máli þessu, sem eg vildi leiða athygli hinnar háttvirtu nefndar að, sem væntanlega verður skipuð í þetta mál.

Það er í 2. grein frumvarpsins ákveðið að laun skógræktarstjóra skuli vera 2400 kr.

Eftir því sem mér er bezt kunnugt, er samið við þann mann, sem nú hefir starfið á hendi, um hærri laun, sem sé 3000 kr.

Eg drep aðeins á þetta, svo nefndin geti athugað, hvernig fram úr þessu verður ráðið. Hún verður í þessu efni að gæta þess að eigi sé gengið á gjörða samninga.

Eg hefi einnig vakið máls á þessu, og bent á það í háttvirtri neðri deild. Raunar ekki í ræðu, en í viðtali við einstaka þingmenn.

Vísað til 2. umr. í einu hljóði.

Tillaga um að málið sé fengið í hendur nefndinni, sem hefir til meðferðar frumvarp til viðauka við ábúðarlögin.

Samþykt í einu hljóði.