03.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í B-deild Alþingistíðinda. (936)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Sigurður Gunnarsson:

Eg vildi leyfa mér að segja örfá orð, út af einu atriði í ræðu háttv. þm. S.-Þing. (P. J.), sem sagði, að hann legði ekki mikla áherzlu á það, sem eg hafði eftir landsverkfræðingnum. En hann tel eg vera þessu máli kunnastan og óhlutdrægastan og ekki halda öðru fram, en hann álítur sannast og réttast, enda hefir þessi sami þm. að undanförnu óspart vitnað í álit og tillögur verkfræðings þessa, er honum hefir legið á. Þessvegna hefi eg komið fram með breyt.till. á þingskjali 382 um að veita 8000 kr. hvort árið til Stykkishólmsvegarins.