14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (1063)

69. mál, prestssetrið Presthólar

Fr.s.m. (Benedikt Sveinsson):

Eg hefi ekki farið með neinar aðdróttanir til sýslunefndar í Norður-Þingeyjarsýslu og eg veit, að ástæðurnar eru breyttar síðan hún lét uppi álit sitt um málið. Þá hafði hreppsnefndin ekki hugsað sér fyrir skólasetri, en nú er það gert; ekki mun þá heldur hafa verið fast ákveðið læknissetur, sem nú er sett á Snartarstöðum rétt hjá Kópaskeri sem annars er að verða miðstöðin á þessum slóðum.