13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í B-deild Alþingistíðinda. (1072)

73. mál, almanök

Flutnm. (Benedikt Sveinsson):

Mér hafði dottið það í hug, að rétt væri að fela þetta verk einhverri stofnun og get því fallist á tillögu hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.). Mætti þá koma með tillögu þess efnis við 2. umr. En það sem gerði það að verkum, að eg hvarf frá að setja slíkt ákvæði inn í lögin, var það, að eg taldi það víst, að Þjóðvinafélagið mundi gangast fyrir útgáfu almanaks, og mundi það næg trygging fyrir því, að það yrði ábyggilegt.