22.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (1301)

74. mál, aðstoðarmenn héraðsdómara í sjómálum

Flutningsm. (Lárus H. Bjarnason:

Því var nú miður, að eg hefi ekki fengið þessa brtill. fyr en núna rétt í þessu augnabliki, þótt eg hins vegar efi ekki það sem hæstv. forseti segir, að henni hafi verið útbýtt. Eg get því ekki sagt neitt um hana fyrir hönd hv. meðflutningsm. míns. Eg fyrir mitt leyti álít það rétt hjá hv. þm. Ak. (G. G.), að fullmikið sé heimtað af sýslumönnum. En hins vegar er þess að geta, að mæling skipa er mjög svo áríðandi starf. Og lítt trúlegt að menn með stýrimannaprófi séu betur færir um að rækja það sæmilega heldur en sýslumenn og bæjarfógetar.

Þessi viðbót fer auk þess algerlega út fyrir þá umgerð, sem við höfðum hugsað okkur. Við vildum aðstoða menn við dómarastörf, en þetta kemur eingöngu umboðsstörfum við, svo að eg býst ekki við að geta léð brtill. atkv. mitt.