23.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 883 í B-deild Alþingistíðinda. (1331)

100. mál, fiskveiðagæsla fyrir Suðurlandi

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Mér skildist á hv. flutningsmanni, að hann hefði verið beðinn af kjósendum sínum að flytja ráðherra þessi skilmæli. Eg heyri, að minsta kosti, að hann sættir sig við að tillögunni verði vísað til ráðherra. En mér skilst að 5 aura frímerki eða póstspjald hefði getað haft sömu verkun, ef hann hefði ekki þorað að sjá framan í ráðherra.

Tillagan er því öldungis óþörf.