19.08.1912
Efri deild: 28. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í B-deild Alþingistíðinda. (1640)

17. mál, eftirlit með þilskipum

Ágúst Flygenring (frsm.):

Um frv. þetta er nákvæmlega hið sama að segja, og frumv. það er hjer var næst áður á dagsskrá, frv. til laga um breyting á lögum nr. 25, 3. okt. 1903, um eftirlit með þilskipum o. s. frv., að það er búið að taka öll helztu og nýtilegustu ákvæðin úr frv. þessu upp í frv. vort. Vjer viljum gera frumv. þessu sömu skil og hinu, og leggjum þess vegna til, að málið sje afgreitt með svohljóðandi rökstuddri dagsskrá;

„Með því að frumv. þetta í aðalatriðunum, er tekið upp í frumv. til laga um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra, tekur deildin fyrir næsta mál á dagsskrá“.

Dagsskráin samþ. í einu hljóði.