24.08.1912
Efri deild: 35. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (331)

69. mál, prestssetrið Presthólar

Stgr. Jónsson frsm. meiri hl.:

Háttv. þm. Ísfjk. hjelt, að ekki mundi til þess koma að jörðin yrði læknissetur. En þetta er alveg rangt. Og það mun sannast, að læknirinn býr aldrei til langframa á Kópaskeri; og þar sem nú lögákveðið er, að læknirinn skuli búa á milli Núps og Skinnastaða, þá sje jeg ekki annan líklegri stað, en einmitt Presthóla, og landlæknir hefir ótvírætt látið í ljósi þá sömu skoðun, að ekki mundi Kópasker verða lengi læknissetur framvegis.