14.08.1912
Efri deild: 24. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (427)

71. mál, kolatollur

Björn Þorláksson:

Það er forseti, sem ræður, hvort málið skuli tekið út af dagsskrá eða ekki. Annars get jeg ekki verið samþykkur háttv. 4. kgk. þm. og háttv. þm. Ísfk., um að það valdi nokkrum ruglingi í skattamálunum, þótt frumv. fari til neðri deildar í dag. Ef málið á að bíða hjer eftir farmgjaldinu, seinkar því svo mjög, að engar líkur eru á, að það geti komizt gegn um þingið.