10.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í B-deild Alþingistíðinda. (538)

10. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Það er ef til vill ekki rétt, að kalla það „samning“, sem hér er um að ræða, ætti heldur að vera „samkomulag“. Það er samkomulag, milli stjórnaríkjanna, og á væntanlega eitthvað rót sína að rekja til hlutleysisumleitana, að láta hvor aðra vita, ef settar eru upp loftskeytastöðvar til langra fjarlægða. Annars er ekki hægt að hugsa til að setja upp hér á Íslandi loftskeytastöð, er hafi samband við útlönd, án þess að hafa samband við stöð í Bretlandi. Til þess þarf að sækja um leyfi til brezku stjórnarinnar, þótt ekkert sérstakt samkomulag væri.