18.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í B-deild Alþingistíðinda. (581)

13. mál, hagfræðisskýrslur um tóbaksinnflutning

Guðlaugur Guðmundsson:

Eg -vil leyfa mér að leggja það til, að kosin verði sérstök nefnd í þetta mál. Það eru allar líkur til þess, að nefnd sú, sem kosin var til þess að athuga 1. málið á dagskránni fái nóg að gera, þar sem henni verður að líkindum falið að fjalla um öll önnur frv., er beinlínis snerta tolla og skattálögur, en þetta frv. er dálítið annars eðlis, og því full ástæða til að létta því af nefndinni. Eg vil því stinga upp á 5 manna nefnd að lokinni 1. umr.