30.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (714)

21. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Lárus H. Bjarnason:

Eg vildi að eins gera litla aths., sem sé vekja athygli hv. samþm. míns á því, að orðið „þeir“ í síðustu málsgr. í frv. getur orkað tvímælis, sem sé hvort með því sé átt við alla fjóra, bæði bæjarfulltrúana tvo og hina tvo utan bæjarstjórnar, eða þá einungis við hina síðartöldu svo sem rétt er.