03.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

21. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Flutningsm. (Jón Jónsson þm. Rv.):

Herra forseti! Eg þarf ekki að eyða orðum að þessari brtill. Það er nærri því sjálfsagt að samþykkja hana, því að öðrum kosti er frv. ekki svo orðað, að það nái þeim tilgangi, sem í því liggur. Vona eg að frumv. í heild sinni valdi ekki neinum ágreiningi, og að það verði afgreitt til Ed.