30.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í B-deild Alþingistíðinda. (779)

30. mál, mótak

Framsögum. (Ólafur Briem):

Við þetta frv. er komin fram brtill. á þskj. 88 frá hv. þm. Dal. (B. J.) og er nú með henni bætt úr þeim aðfinningum við frv. sem fram komu við 2 umr. Nefndin er honum samdóma um það, að rétt sé, að ófullveðja menn, sem mótak eiga, og landsetar á mótaksjörðum, þótt eigi hafi þeir atkvæðisrétt í sveitamálum, skuli eiga atkvæði um þessar samþyktir, og fari þá auðvitað fjárráðamenn þeirra, sem ófullveðja eru, með atkvæðið fyrir þeirra hönd.

Nefndin vonar því að frv. verði samþykt með brtill.