03.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 379 í B-deild Alþingistíðinda. (805)

36. mál, sala á eign Garðakirkju

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Út af því sem hv. 1. þm. N.-Múl. (Jóh. Jóh.) sagði um skort á samþykki stjórnarinnar, skal eg geta þess, að það liggur í því að stjórnarráðið, hvað svo sem landritari segir, kvað það ekki sitt að fjalla um þetta mál heldur kirkjustjórnarinnar og þingsins. Eg get reyndar ekki sannað þetta. Það voru þeir prófasturinn í Görðum og bæjarfógetinn í Hafnarfirði sem áttu í þessum málaleitunum, og hefi eg orð prófastsins fyrir mér. Það verður ef til vill hægt að upplýsa það við 3. umr. hvort þau eru rétt. En mér finst, að þegar salan fer fram milli tveggja opinberra stofnana, eigi þingið að geta gert út um þetta án þess að bera það undir stjórnina.