26.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í B-deild Alþingistíðinda. (890)

45. mál, tollgeymsla

Ráðherrann (H. H.):

Á fjárlögunum fyrir árin 1912—13 er gert ráð fyrir, að landssjóður fái nálægt 2900 þús. kr. tekjur til að standast útgjöldin þau árin og eru þar af áætlaðar 300 þús. krónur sem tekjur af vínfangatolli árið 1912. Það mun vera rétt, að eigi hafi verið meira í tollgeymslu síðastliðið nýjár en sem nemur 390 þús. kr. tolli, svo að það hefir eigi farið nema 90 þús. kr. fram úr áætlun. En áætlaður tekjuhalli er yfir 400 þús. fyrir þetta fjárhagstímabil, og er það því sýnilegt, að landssjóður má engar af þeim áætluðu tekjum missa ef hann á ekki að hafa mikinn tekjuhalla við áramótin, sem ekki er til handbært fé til að greiða; hann verður að fá vínfangatollinn allan inn á þessum árum, nema þá ný frv. komi fram, er veiti landssjóði auknar tekjur þegar á þessu fjárdagstímabili. Eg álít réttast, að vísa frv. til skattamálanefndarinnar.