02.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í B-deild Alþingistíðinda. (969)

58. mál, stækkun verslunarlóðarinnar á Norðfirði

Flutn.m. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Eg hefi flutt þetta frv. inn á þingið, eftir ósk ýmsra manna á Norðfirði, sérstaklega kaupmannanna þar á staðnum. Norðfjarðarkaupstaður er í uppgangi og stækkar ár frá ári. Það sem um er beðið með þessu frumv. er ekki annað en það, að fá verzlunarlóðina stækkaða að Norðfjarðará, 60 faðma breiða spildu frá fjöruborði. Öllum slíkum frv. hefir venjulegast verið vel tekið á þingi, þegar ekkert sérstakt hefir mælt á móti, og vænti eg að svo verði og um þetta frv.