19.08.1913
Neðri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1448 í C-deild Alþingistíðinda. (1033)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Fjárlaganefndin getur verið háttv. deild fremur þakklát enn sem komið er fyrir meðferðina. Að vísu voru feldar í gær 4 till, frá nefndinni, en þær voru svo vagnar, að henni var ekkert sérlegt kappsmál um neina þeirra. Enn fremur voru samþyktar 3 br.till., sem nefndin var mótfallin, og getur það ekki talist mikið, sérstaklega þar sem það voru engin kappsmál heldur.

Eg mun seinna gera grein fyrir því, hver áhrif atkvæðagreiðalan í gær hafi á fjárhaginn, en snúa mér að einstökum br.till frá háttv. þingmönnum. Um br.till. nefndarinnar sjáifrar mun eg fylgja sömu aðferð og áður, að skírskota til nefndarálitsins og bíða átekta.

Breyt.till. við 16. gr. nema alls til hækkunar 37,400 kr.

Fyrst skal eg minnast á br.till. 395, um að auka styrkinn til sambands ungmennafélaganna upp í 2 þús. kr., eða tilvara 1500 kr. á ári. Nú hefir nefndin fallist á það, að veita Íþróttasambandi Íslands 500 kr. styrk hvort árið. En bæði þessi félög vinna að sama marki um íþróttir, og því þeim mun siður ástæða til þess að fara að hækka þennan styrk. Að minsta kosti getur nefndin alla eigi fallist á það, að hækka hann um helming. Hina vegar mun hún ekki gera varatill. að kappsmáli.

Í öðru lagi er brt. 398, frá háttv. þm.

V.- Sk. (Þ. J ). Það er beiðni um 4 þús. kr. fyrra árið til þess að ryðja vör við Ingólfshöfða og gera veg upp höfðann. Nefndin hefir ekki séð neina áætlun um þetta mannvirki, hvorki hvað það mundi kosta né að hverju gagni það mundi koma, og af því að í mörg horn er að líta, en þetta hins vegar allmikil fjárhæð, þá getur hún ekki lagt til að þessi fjárveiting verði samþ. að svo komnu.

Þá er brt. 401, styrkur til Eggerts Briem til að læra rafmagnsvélafræði. Nefndin hefir nú lagt til að styrkja annan mann til þess að lúka sams konar námi í Khöfn, og það vegna þess, að hann ætlar sér að hafa lokið því eftir 2–3 ár. En sá sem hér er um að ræða er ekki byrjaður á því enn þá, og mun það þá vera tilgangur tillögunnar að útvega honum árlegan styrk í 7-8 ár, eða námsskeiðið á enda. Að þessu vilt nefndin ekki ganga, þar sem útlit er fyrir að við fáum hinn manninn eftir svo stuttan tíma. Þingið hefir líka ætið verið tregt á það, að styrkja unga menn til náms alt frá byrjun. Það hefir átt sér stað, og ekki borið sérlegan áraugur. Hitt er oft nauðsynlegt, að hlaupa undir bagga við síðustu ár námsskeiðs, enda er þá nemandi búinn að sýna, hvers hann er verður.

Þá kem eg að brt. 421. Þau biður háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) um 200 kr. á ári handa bóndanum á Hrauntanga í Öxarfirði til þess að vera þar og veita ferðamönnum gistingu. Það er satt, að býli þetta liggur á miðri heiði, sem torvelt er að fara yfir á vetrum, og hæpið að dagur endist milli bygða í ófærð og dimmu, og er því ágætt að þar sé gistingarstaður. En hins vegar lítur nefndin svo á, að hæpið sé að þessi maður haldist þar við lengi, þótt hann fengi þennan styrk, og svo gæti orðið afleiðingaríkt að veita slíkt, því að hætt er við að þar myndu fleiri á eftir fara og biðja ins sama. En annars er þessi styrkur svo lítill, að nefndinni er ekkert kappsmál um hann.

Þá tek eg brt. 428, frá háttv. 1. þm. Skagf. (Ó. Br.), um fé til bryggjugerðar á Sauðárkróki, 6 þús. kr. annað árið gegn 2/3 kostnaðar annarstaðar að. Þetta er að hálfu leyti endurveiting á 3000 kr. styrk, sem eigi er notaður enn. Kom sem sé í ljós, þegar betur var að gáð, að það fé, sem áætlað hafði verið, mundi ekki verða nóg til þess að gera, bryggjuna svo sterka sem skyldi, og því er þessi br.till fram komin. Nefndin getur ekki lagt til að veita þetta fé nú, sízt svona mikið, enda telur hún ólíklegt að bryggjan kosti þessa upphæð þrefalda.

Þá er brt. 384, frá háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th), um brimbrjótinn í Bolungarvík. Eg gjöri ráð fyrir því, að háttv. flutningam. skýri nánara nauðsynina á honum, og nefndin viðurkennir að vert sé að styrkja slík fyrirtæki, enda hefir Krabbe verkfræðingur lagt mjög mikið með fjárveiting til þessa. En hins vegar sér nefndin ekki að þetta mál sé enn vo vel undirbúið, að rétt sé að leggja, stórfé eins og þetta er til hafnarvirkja í smáþorpi. Svo er hér ekki farið að venju þeirri, sem tíðkast hefir um slíkar fjárveitingar. Því að hér á ekki að leggja á móti landssjóði nema 1/2 kostnaðarins, en það er vant að vera 3/4, að minsta kosti ekki minna en 2/3.

Nefndin hefir þó viljað líta á nauðsynina í þessu máli, og hefir því komið fram með breyt.till. við þessa á þgskj. 462, og lagt til að lækka upphæðina um helming, seta skildaga tvöfalt framlag annarsstaðar að. Þar sem um talsverðar tekjur er að ræða frá bryggju sjóði Bolungarvíkur, þá ætti að vera hægt að útvega lán ef þörf krefur, og með því að þetta er áríðandi málefni fyrir alla sýsluna, þá ætti hún líka að álita sér skylt að hlaupa þar undir bagga. Nefndin er því meðmælt þessari fjárveitingu með þessum skilyrðum, sem fram koma í breyt.till. hennar á þgskj. 462.

Ennfremur er hér breyt.till. 436 frá báðum háttv . þm. S.-Múl., 1200 kr. styrkur hvort árið til þess að halda uppi mótorvagnaflutningi á Fagradalsbraut, handa Þór. E. Tulinius. Nefndinni finst það nú athugavert, að tengja þannig fjárveitinguna við nafn eins kaupmanns á Austurlandi. Hann gæti orðið nokkuð ráðríkur um þær ferðir, og notað þær meira sími verzlun í hag, en öðrum, sem vegurinn nær til. Og tilgangur nefndarinnar með því, að leggja það til, að styrkur verði veittur til mótorvagnaferða hér austur í sýslur, er sá, að þar skuli gerðar tilraunir fyrir alt landið, áður en farið er að ráðast í að styrkja fleira af því tagi. Það þarf bæði að athuga, hvort vegirnir duga til slíkra ferða, og hvort vagnarnir spilla ekki vegunum, svo að af því leiði enn þá meiri kostnað. Þess vegna, virðist fremur lítil ástæðu til þess, að byrja þetta í tveim stöðum. Hitt er auðvitað, að ef reynslan bendir í þá átt, að hagur sé að þessum flutningatækjum, þá verðu þeir sjálfsagt eigi annarsstaðar heppilegri en á Fagradalsbrautinni.

Þá er enn eftir þús. kr. fjárveiting til þess að lúka við byggingu mjólkurskálans á Hvítárvöllum. Nefndin mælir ekki með henni, en lætur hana afskiftalausa. Hún er frá einum nefndarm.

Svo skal eg minnast á tvær brtill. við 18. gr. Önnur er frá háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) þess efnis, að veita Jakob Hagalinsyni 300 kr. fyrra árið. Samskonar beiðni hefi legið fyrir þinginu áður, og er beiðnin miðuð við það, að maðurinn hafi átt um 20 börn í hjúskap og komið þeim öllum upp. Það væri nú í rauninni alveg rétt, að verðlauna slíka menn, sem hefir tekist svo vel og heppilega að koma upp svona stórum barnahóp, en það ætti þá helzt að gera með sérstökum lögum, en ekki í fjárlögum, enda er nefndin ekki með þessari breytingartiliögu Hitt er viðbót við eftirlaun ekkjufrúar Guðrúnar Pétursdóttur, 300 kr., og hefir nefndin ákveðið að skifta sér ekkert af þeirri till.

Loks eru 5 breyt.till. viðvíkjandi lánum úr viðlagasjóði. Eg vil nú skýra frá því, að mér þykja þau lán orðin nokkuð mikil, ef allar þær tillögur ættu að ná fram að ganga. Í Stj. frv. nema lánsheimildirnar 55000 kr. Eftir nefndartill. hækka þær um 54 þús. að frádregnum 5 þús kr., Sem hún vill lækka stj.frv. um. Þá koma út 104 þús. kr., og mætti ætla að þar mætti láta staðar nema, því ekki er að búast við því að afgangur verði á fjárlögum eftir þetta þing, heldur miklu fremur halli. Nú hafa einstakir háttv. þm. auk þessa þó farið fram á að auka lánsheimildirnar um 72 þús. kr. samtals, svo að ef alt væri samþykt, þá yrði sú upphæð alls 176,000 kr. Nú sem stendur eru árlegar afborganir til viðlagasjóðs 116 þús. kr., svo að ef ekki þarf beinlínis að taka úr honum til þess að borga tekjuhalla, þá væri nokkurn veginn vís von til þess að þetta mætti lána út. En þetta er því að eina, að tekjur landsins fari svo mjög fram úr áætlun, að sá afgangur nægi til þess að standast þann halla, sem fyrirsjáanlegur. er á fjárlögunum. Peningaforða landssjóða, sem nú er talinn, má alls eigi skerða, því það kæmi landsstjórninni í inn mesta vanda, eins og hún varð í fyrir skömmu.

Það er samt eitt af þessum lánum, sem hér er farið fram á, sem fjárlaganefndin getur ekki annað en mælt með. Það er 20 þús. kr. lán til brimbrjóts í Bolungavík. Nefndinni virðist, að úr því að farið er að styrkja þetta fyrirtæki á annað borð, þá sé rétt að hjálpa viðkomandi mönnum, með því að sjá þeim fyrir lánsfé, svo framarlega sem fé er fyrir höndum. Með öðrum lánbeiðnum getur nefndin ekki mælt.

Þó skal eg að eins nefna breyt.till. háttv. þm. V.-Ísf. (M. ÓL) um lán til símalagningar til Súgandafjarðar á þgskj. 373. Það mælir talsvert mikið með þessari lánbeiðni og mun fjárlaganefndin láta laust og hundið, hvort hún verður samþykt eða ekki. Hinum tillögunum verður hún að vera alveg á móti. Eg fjölyrði svo ekki frekar um þetta að sinni.