20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1512 í C-deild Alþingistíðinda. (1056)

108. mál, strandferðir

Bjarni Jónsson:

Eg ætla að eins að gera örstutta athugasemd. Eg skildi ekki vel háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.), er hann var að tala um umskipanir. Átti hann við að strandbátarnir yrðu hafðir til þess að fara inn á allar smáhafnirnar! (Björn Kristjánsson: Já). Þar er eg honum ekki sammála. Það er öldungis ókleift að láta strandbát þræða hverja vík, t.d. allar víkurnar inn úr Ísafjarðardjúpi og hvern viðkomustað í Breiðafirði. Með því móti færi heilt sumar í eina einustu ferð. Flóabátar etu því bráðnauðsynlegir. (Björn Kristjánsson: Það á ekki að taka þá af, sem nú eru). Þá skil eg ekki, hvað hann hefir verið að athuga, við mína ræðu,, því að eg talaði að eins um að flóabátar færu það, sem ekkí borgaði sig að láta strandbátana ganga. Hitt veit eg vel, að það getur kostað töluvert að skipa vörum úr einu skipi í annað, en eg hygg að það beri ekki að horfa í þann kostnað. Ef strandbátarnir verða látnir þræða allar vikur, mun fólk alla ekki taka sér far með þeim. Auk þess, hversu rík sem þjóðin væri, gæti hún samt ekki séð um að allir fengju hvað eina jafn-ódýrt, að til að mynda maður, sem býr á Hornströndum fá vörurnar fluttar heim til sín jafnódýrt og maður sem býr í Reykjavík eða einhverjum öðrum hafnarstað. Þótt landssjóður eigi að draga úr ójöfnunum sem mest, þá er honum samt eigi mögulegt að gera alla jafna, enda er eigi hægt að laga misfellur þær, sem leiða af náttúrunni eða eiginleikum landsins.

Það sem háttv. þingm. V.-Ísf. (M. Ó.) sagði, var margt gott, ef tap er á ferðum, er rétt að landssjóður beri það. Það er rangt, að alikt tap lendi á útlendum eða innlendum mönnum. Hitt, sem hann sagði, að ekki bæri að væna menn um að halla reikningum, þá held eg að það sé engin synd. Er eg í engum vafa um, að Þórarinn Tulinius hefir rétt fyrir sér. Enginn vafi er á því, að skaði félagsins byggist á þeim vitlausa samningi, að flytja vörur úr skipi keppinauts síns fyrir örlitla borgun vildi eg gjarna sá, hvað það hefir kostað að flytja vörur úr skipum þess Sameinaða í kringum landið. Það er hægt að gera svo vitlausar ráðstafanir, að hljótist af mörg þúsund króna skaði.

Viðvíkjandi þeirri undrun, sem háttv. 1. þm. G.-K. lét í ljós út af ræðu minni, skal eg geta þess, að upphaflega var ætlast til að félagið yrði eitt um hituna, en ekki gert ráð fyrir tillagi frá landssjóði. Held eg að engin hætta sé á því að menn fari að, kippa að sér hendinni þótt landssjóður leggi til 400.000 kr. (Björn Kristjánsson: Þingm. gleymir að félagið vantar 100.000 kr. til að geta komist á stofn). Það er einmitt það sem eg er nú að koma að Kaupmennirnir eiga að sýna vizku sína hér, þeir hafa hvort sem er ekki gert svo mikið úr minni.

Eg mun nú leggja saman upphæðir, þær sem þeir leggja í þetta félag, því að samlagningu kann eg eins vel og þeir. Sjái nú á að þeir viti, hvað til síns friðar heyri; en þótt þessar 100,000 kr. komi ekki frá þeim, munu þær samt koma frá öðrum landamönnum, er þeir sjá að full alvara fylgír þessu máli.

Skal eg svo ekki fjölyrða um þetta mál að sinni; held eg að það sem eg sagði í fyrri ræðu minni, hafi verið alveg rétt og ætti nefndin heldur að vera þakklát fyrir það en hitt. Mun eg klappa steininn betur er kemur til 3. umræðu.