08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í C-deild Alþingistíðinda. (107)

20. mál, verkfræðingur landsins

Ráðherrann (H. H.):

Þetta frv. er ekkert launamál, þess Vegna er engin ástæða til, að því verði fremur vísað til launalaganefndarinnar, heldur en til einhverrar annarar nefndar. Í þessu frumv. er að eins um það að ræða, að ákveða starfinu stöðu meðal annara tilsvarandi embætta, og marka starfsviðið nánara. En um launin er vísað til launalaganna.

Það var auðheyrt á háttv. þm., er síðast talaði, að honum er ekki ljóst, hvað landsverkfræðingsstarfið er. Hann tók í sama strenginn og háttv. þm. Dal. (B. J.), að ekki Væri hægt að bera það saman við starf póstmeistarans. Eg vil segja honum, að þeir peningar sem fara í gegnum hendur landsverkfræðingsins alaga hátt upp í þá peningaupphæð, sem póstmeistarinn hefir með höndum. Hann er ekki aðeins verkstjóri. Hann hefir á hendi alla útreikninga, áætlanir og undirbúning samninga, allar mannaráðningar og útborganir á fé því, sem Veitt er til vegamála o. s. frv. Hann ætti að nefnast Vegamálastjóri, mundi sennilega Vera nefndur “Generaldirektör„ í öðrum löndum; á sama hátt mundi það sem hér er nefnt póstmeistarastaða vera nefnt “Generaldirektorat„ í öðrum löndum. Sama er um yfirmann landssímanna. Nú eru þessar tvær stöður, yfirstjórn póstmála og yfirstjórn símamála, sérstök embætti. Hvers vegna á þá að láta yfirstjórn samgöngumálanna á landi verða útundan?

Það er fjarstæða ein að tala um það, að hinir verkfræðingarnir yrðu “steingervingar„ þó að þetta yrði samþykt. Þetta er langt frá því að vera eingöngu ingeniörstarf. Það er alveg sérstakt embætti með sérstöku verkefni. Það er forstjórnarstaða, er snertir landið alt, og nær það engri átt að leggja hana að jöfnu við aðstoðarmannastarf í vegagerðum eða brúa. Einustu verkfræðingastöður, sem til mála kemur að bera hana saman við í Noregi, er ataða yfirverkfræðinga. Þeir hafa 4800 kr. að byrjunarlaunum og eftir 4 ár 5200 kr. Þessi maður væri kominn langt fram úr 6000 kr. föstum launum, Væri hann í Noregi.

Annað ákvæði í þessu frumvarpi er það, að Skipaður Verði aðstoðarverkfræðingur. Svo umfangsmikið er starfið orðið, að það er gersamlega ómögulegt að komast af án þess.

Eg vona að in háttv. deild hugsi sig vel um, áður en hún veitir þessu frv. banatilræði.