20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1560 í C-deild Alþingistíðinda. (1088)

91. mál, kornforðabúr til skepnufóðurs

Sefán Stefánson:

Það eru að eins örfá orð, sem eg vildi taka fram. Eg tók ekki eftir að háttv. framsögum. meiri hlutans orðaði muninn á 2. gr. í breyt.till. á þgskj. 285 og 2. gr. frumvarpsins, en hér er um talsvert verulegan efnismun að ræða, því að ef frumvarpsgreinin verður samþykt; þá sé eg ekki að sýslufélögunum sé gert heimilt, þótt þau eigi sérstaka tryggingarsjóði, að greiða úr þeim þann kostnað, sem af samningunum leiðir um kornforðann, en slíkt væri öldungis óhæfilegt fyrirkomulag. En eins og greinin er orðuð í breyt.till., að það komi að eina til kasta sýslunefndanna eða hreppsnefndanna að sjá um að koatnaðurinn verði greiddur, þá er það svo rúmgott ákvæði, að mér finst allir geta vel við það unað. Eg mæli þess vegna eindregið með því að greinin verði samþykt þannig breytt, eins og flutningsmennirnir leggja til.

Hvað snertir tillögu háttv. þm. Dal. (B. J.) að gera öllum hreppum skylt að koma upp kornforðabúri, þá get eg ómögulega fallist á að slíkt sé nauðsynlegt, jafnvel í sjálfu sér óþarft valdboð, á ýmsum stöðum.