22.08.1913
Neðri deild: 41. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1634 í C-deild Alþingistíðinda. (1115)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Valtýr Guðmundsson:

Eg skal játa það, að frumv. þetta hefir, í höndum nefndarinnar, tekið talsverðum breytingum til bóta frá því sem það var, þegar það var fyret borið fram. Þó held eg, að ástæða sé til að athuga sumt dálítið betur, áður en það er samþykt. Skal eg þá leyfa mér að athuga inar einstöku greinar.

1. gr. ins upprunalega frumv. hafði felt burtu ákvæðið um, að mál skyldu borin upp fyrir konungi í ríkisráðinu. Nefndin hefir í þessu efni tekið upp aðra leið, til þess að komast í kringum þetta atriði, sem þó er ekki ný, því að háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) hefir fyrir löngu atungið upp á henni í blaði sínu. Þetta ríkisráðsákvæði er orðið mesta vandræðamál hjá okkur Íslendingum. Þingið og þjóðin hefir sýnt svo mikið festuleysi og hringlandahátt í því, að menn mundu nú þakka fyrir, ef farin hefði verið sú leið, sem valtýzkan stakk upp á, að halda spursmálinu opnu — láta óákveðið um það atriði í stjórnarskránni. En þingið samþykti 1903, að setja þetta ákvæði inn í hana, 1911 tóku menn það út aftur og nú eru menn í vandræðum með, hvernig komist verði í kringum það. Eg er nú hálf-hræddur um, að þessi leið, sem háttv. nefnd vili fara, verði ekki örugg. Eg býst við, að það mæti líkri mótstöðu og hitt — að nema ríkisráðsákvæðið alveg burt. Ræð eg þetta af því, að þessi tillaga háttv. þm. N.-Ísf. Var rædd í dönskum blöðum, stag og hann hafði sett hana fram í blaði sínu. Dönum þótti hún ekki aðgengileg. Það er heldur ekki eðlilegt frá þeirrar sjónarmiði. Konungur gæti auðvitað ekki ákveðið, hvar málin skyldu borin upp, nema á ábyrgð og undirskrift ráðherra Íslands, en þingið mundi banna honum að skrifa undir það, að málin skyldu borin upp í ríkisráði. Ef það gerði það ekki, þá væri þetta ekki annað en »Komediuspil«, sem þingið væri að leika að gamni sínu. Eg er því hræddur um, að þetta ákvæði mæti að öllum líkindum sömu mótspyrnunni og ákvæði stjórnarskrárbreytingarinnar, sem samþykt var 1911.

Hvað snertir br.till. nefndarinnar um það, að tölu ráðherra megi fjölga með einföldum lögum, þá skal eg geta þess, að eg felli mig mikið betur við tillögu háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) í því efni, sem sé það, að konungur geti með tilskipun ákveðið tölu ráðherra. Svona er því komið fyrir í grundvallarlögum Dana og flestra annara þjóða. Þá er líka hægra um vik, hvort sem menn vilja fjölga þeim eða fækka. Reynslan getur sýnt það — ekki síður en hitt að ástæða sé til að fækka ráðherrum og þá er hægurinn hjá, ef hægt er að gera það með konunglegri tilskipun. Það er algengt í flestum löndum, að tala ráðherra er mjög misjöfn — stundum eru þeir fleiri, stundum færri — t. d. í Danmörku er tala þeirra stundum 9, en stundum ekki nema 7.

Viðvíkjandi 5. gr. frumv., sem er breyting á 4. gr. stjórnarskrárinnar, þá þykir mér undarlegt að ákvæðið »engan má skipa í embætti, nema hann hafi rétt innborinna manna, tali og skrifi íslenzka tungu — —« á að falla burtu. Hvernig stendur á því, að menn vilja nú að skipa megi þá sem ekki hafa fæðingjarétt og ekki tali íslenzku. Er það til að hleypa dönskum mönnum eða öðrum útlendingum í embætti landsins? Mér þætti gott að heyra skýringar hv. nefndar á því, hvers vegna þetta er felt burtu, og eins hvers vegna afnema á úr sömu grein ákvæðið um það, að konungur megi flytja menn úr einu embætti í annað (án þess þó þeir missi nokkurs í af launum sínum). Hvers vegna er þessi heimild tekin af konungi?

Þá kem eg að 6. gr., sem á við 8. gr. í núgildandi stjórnarskrá. Í 8. gr. er sagt, að konungur geti rofið Alþingi. Þessu vill nefndin breyta og leggur það til, að sett verði, að konungur geti rofið neðri deild Alþingis. En þegar þetta var borið saman við 23. gr. frumv., þá stendur þar, án þess að nokkur brtill. sé við það gerð, að konungur geti rofið Alþingi. Þetta er dálítið í mótsögn hvað við annað. Eða er það meiningin, að báðar deildir skuli að eins rofnar, ef stjórnarskrárbreyting verði samþykt, en að öðrum kosti ekki? Þetta væri gott að fá skýringu um frá háttv. nefnd.

Þá er það eitt atriði, sem hingað til hefir verið misskilið og misbeitt, og vildi eg skjóta því til háttv. deildar, hvort ekki væri rétt að lagfæra það. Það etendur í brtill., að þegar þing er rofið, skuli stofnað til kosninga áður en 2 mánuðir séu liðnir. Þetta hefir verið skilið svo í framkvæmdinni, að nægilegt sé að ráðstafanir séu gerðar til kosninga innan tveggja mánaða, þó að kosningar fari ekki fram fyr en mörgum mánuðum seinna. Beri maður þetta saman við 23. gr. frumv. eða 61. gr. stjórnarskrárinnar, þá stendur þar: »skal ,Alþingi rofið þá þegar og efnt til nýrra kosninga«. Er þá þegar sama og margir mánuðir? Það er auðvitað ið eina rétta, að láta kosningar fram fara 2 mánuðum eftir að þingið er rofið. Og það er líka meining stjórnarskrárinnar. Þess vegna virðist mér að ætti að orða þetta atriði svo í þessu frumv., að allur misskilningur eða misbeiting, eins og átt hefir sér stað að undanförnu, verði útilokuð.

Líka finst mér það athugavert, að þar sem stendur í frumv., að aukaþing skuli haldið innan árs frá , þingrofi, en í till. nefndarinnar, að það skuli ekki haldið síðar en næsta ár. Þetta þykir mér of langur frestur. Aukaþingið á auðvitað að koma sem fyret saman eftir að kosningar eru um garð gengnar. (Sigurður,Sigurðsson: Við erum ekki staddir í Danmörku). Nei ! en þetta er »parlameptariskt princip«, sem gildir ekki síður fyrir Ísland en önnur lönd. En ákvæðið í gildandi stjórnarskrá setur frestinn svona langan, heilt ár, vegna þess, að áður var stjórnin búsett í Kaupmannahöfn og samgöngur landa í milli mjög strjálar. Nú eru þær ástæður ekki lengur fyrir hendi og því er óþarfi að setja svona langan frest.

9. gr. er breytt þannig, að Ed. skuli kosin með hlutbundnum kosningum um landið alt, sem eitt kjördæmi. Eg get fallist á þessa tillögu, hvað það »princip« snertir, að Ed. sé skipuð annau veg en Nd. Eg álít nauðsynlegt, að Ed. sé kosin á annan hátt en Nd. og ekki af sameinuðu þingi. En eg gæti hugsað mér heppilegri leið í þessu efni, en að kjósa hlutbundnum kosningum. um alt land. Eina og nú er ástatt,, þar sem flokkarnir eru 4, þá held eg að erfitt væri að koma við hlutfallskosningum. Líka óttast eg það, að kaupstaðirnir komi til með að , hafa mikið meiri áhrif á, hverjir kanidatar verða tilnefndir. Bæði hafa þeir blöðin, og ef til vill einnig völ á þinghæfari mönnum. Það er því hætt við, að fulltrúarnir úr kaupstöðum verði miklu fleiri. Eg held því að heppilegra væri, eins og háttv. 2. þm. Rangv. (E P.) benti á, að hafa kjördæmin fleiri. T. d. að skifta landinu í 4 kjördæmi með mismunandi fulltrúatölu eftir mannfjölda. Hlutfallskosning félli þá auðvitað burt. Réttast væri þá að láta ina almennu kjósendur velja kjörmenn, sem svo í sambandi við bæjarstjórnir og sýslunefndir, kysu þingmenn til Ed. Þessu skýt eg, að eins fram til athugunar. Í hinu er eg nefndinni alveg samdóma, að efri deild verður að byggja á öðrum grundvelli en neðri deild, ef skifting þingsins í deildir á að eiga sér stað. Hún verður að vera nokkurs konar stjóri eða íhaldsakkeri til þess að hindra það, að alt of miklar byltingar geti átt sér stað á einu augnabliki og oftast nær lítt hugsað.

Nefndin fer fram á, að helmingur efrideildarþingmanna fari frá 4. hvert ár. Það þykir mér of mikið — kysi heldur, að ekki færi nema þriðjungur frá í hvert sinn. Þá tæki lengri tíma að endurnýja deildina. Eg álít það nauðsynlegt, að fá sem bezta staðfestu og reglulega framþróun í löggjöfinni, og tryggingin fyrir því fæst bezt með því að nokkuð mikill hluti deildarinnar verði áframhald af því, sem verið hefir áður. En við almennar kosningar geta komið fram miklar breytingar. Gömlu þingmennirnir geta fallið hrönnum saman og meira en helmingur þingsins geta verið alveg nýir og óreyndir menn.

Eg er heldur ekki ánægður með það, að kjörtíminn til neðri deildar er styttur úr 6 árum niður í 4 ár, fyrst ekki er gert ráð fyrir, að þing skuli haldið nema annað hvert ár. Eg held jafnvel að réttara væri að lengja hann heldur en stytta. Annars skal eg ekki fara frekara út í það.

Þá er 11. gr. Þær breytingar, sem nefndin fer fram á þar, eru skynsamlegar og mjög til bóta. Eg álít það mjög heppilegt, þar sem kosningarétturinn er rýmkaður að svo miklum mun, að veita hann ekki fyr en smátt og smátt. Þeir sem nú eru 25 ára, þurfa ekki að biða nema 71/2 ár, og það er ekki langur tími, en tryggingin fyrir, að miklar og skjótar breytingar verði ekki í svip, er miklu meiri, ef svona er farið að, heldur en ef öllum kjósendunum, konum og hjúum, er hleypt að í einu. Kjósendafjöldinn mundi þá aukast um meira en helming á einu ári.

Við 13. gr. hefir nefndin ekki haft neitt að athuga, en eg vildi þar athuga það, að þar sem tekið er fram, að reglulegt Alþingi skuli saman koma lögmætan dag annaðhvert ár, hafi konungur ekki tiltekið annan samkomudag fyrir það ár, þá vil eg breyta þessu orði »fyrir« í »fyrri«. Það er auðsjáanlega meiningin að þingið komi saman á vissum degi, þó að konungur kalli það ekki gaman, en ekkert á móti að það kæmi saman fyr. Þetta er tilgangurinn, en af því að þetta er þannig orðað í stjórnarakránni, þá gæti konungur alveg eins fundið upp á að kalla það saman síðar. (Jón Magnússon: Það er prentvilla; á að vera »fyrri«). Þá er eg ánægður, en viðvíkjandi seinni parti greinarinnar skal eg taka það fram, að mér þykir það vafasamt, hvort rétt sé að setja inn það ákvæði, að meiri hluti þingmanna geti krafist þess að aukaþing verði haldið. Eg tel það vafasamt, hvort það er heppilegt að þingmenn geti þannig gripið fram fyrir hendurnar á stjórninni og konungi. Væri þing haldið á hverju ári, þá yrði þetta ástæðulaust.

Þá hefir nefndin heldur ekki gert neina athugasemd við 18. gr. En mér þykir það skrítið, að nefndin skuli hafa gengið inn á að fella í burtu það ákvæði í 34. gr. stjórnarskrárinnar, að ráðherra megi í forföllum sínum veita öðrum manni umboð til að mæta á Alþingi fyrir sína hönd. Eg álít, að þetta ákvæði megi með engu móti missast meðan ráðherra er einn. Eg vildi fremur hafa það þannig meðan ráðherra er einn, að hann mætti, hvenær sem hann vildi, láta annan mann mæta fyrir sína hönd í annari hvorri þingdeildinni, jafnvel þótt hann hefði ekki nein forföll. Það gæti verið þægilegt fyrir ráðherrann þegar þingstörf eru orðin svo mikil að einum manni er ómögulegt að anna þeim öllum; ef hann mætti láta landritara mæta með sér á þinginu, eins og t. d. tíðkast á Englandi, þar sem »undercecretary« mætir með ráðherrunum. Sama á sér stað í öllum brezkum löndum. Í Manítoba er íslenzkurmaður »undersecretary«. Hann var áður þingmaður, en varð að segja af sér þingmensku, og mætir nú í þinginu sem »undersecretary»: Það svarar til »Departementchef« í Danmörku og landritara hér.

Eg tel það vel ráðið hjá nefndinni, —að leggja til að fella 14. gr. í burtu. Skal eg ekki fjölyrða um það, því að um það eru víst allir sammála.

Eg skal ekki fara langt út í ákvæði til bráðabirgða, því að það atriði getur snert mig. En eg skal segja háttv. þm. Dal. (B. J.) — það, að það hefði ekki verið alla kostar heppilegt í tíð Jens Sigurðssonar, að banna þeim mönnum þingsetu, sem búsettir voru annarstaðar. Og það gæti komið sá tími; að maður, sem væri búsettur fyrir utan landsteinana, væri svo góðum kostum búinn; að það væri ómetanlegur skaði fyrir þingið að missa af honum. Eg álít að þetta ákvæði hefði betur ekki verið sett inn, en eg skal nú ekki fjölyrða um það frekara.