29.08.1913
Neðri deild: 46. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1862 í C-deild Alþingistíðinda. (1208)

72. mál, landskiptalög

Ráðherrann (H. H.):

Að eins örstutt. Eg vil geta þess, að in umrædda skýrsla er til mín komin prívat og afhenti eg hana nefndinni í því skyni, að bætt væri úr röngum áburði, sem herra Hendriksen varð fyrir af ýmsum, jafn vel háttv framsögumanni sjálfu, við 2. umr. Vildi eg með því gefa honum kost á að afturkalla ummæli sín um þennan heiðursmann, svo sem hverjum heiðursmanni ber, er hann hefir haft annan fyrir rangri sök. Annar var ekki tilgangur minn. Mér virðist þessi afsökun ekki koma nægilega skýrt fram hjá heiðruðum framsögum., að minsta kosti ekki eins skýrt og skorinort og skylt er hverjum þeim sem hefir borið annan ómaklegum getsökum.