01.09.1913
Neðri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1945 í C-deild Alþingistíðinda. (1277)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Framsögum. meiri hl. (Jón Magnússon):

Eg held að mér hafi gleymst að geta þess áðan, að meiri hlutinn verður að leggja mikla áherzlu á það, sem samþykt hefir verið hér í deildinni, að þingrof skuli ekki ná til þeirra þingmanna, sem kosnir eru með hlutbundnum kosningum. Ið minsta, sem meiri hlutinn getur vænst af deildinni er að þingrof nái ekki til þessara 8 manna fremur en til þeirra konung- kjörnu, eftir fyrirkomulaginu nú. Ef þingrof einnig nær til þessara manna, er þessi litla festa, sem meiri hlutinn fer fram á, algerlega numin burt, og væri þá fult eins gott að hafa þingið eitt óskift.

Vonast eg því til að háttv. deild taki ekki tillit til breytingartiliðgunnar um að þingrof nái einnig til þeirra, sem kosnir eru hlutbundnum kosningum.