02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2046 í C-deild Alþingistíðinda. (1327)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Framsögum:

. meiri hl. (Pétur Jónsson): Eg ætla ekki að fara að skattyrðast við háttvirtan þingm. N: Ísf. (Sk. Th.). Okkur hefir greint á frá upphafi um það, hvaða »princip« sé réttast í ritsímamálinu, hvort halda eigi við þá aðferð og stefnu sem ofan á hefir verið hingað til um framlög héraða til síma og nú er lögfest, eða skella öllum símum hindrunarlaust á landssjóð.

En eg ætla að skjóta því til háttvirtrar deildar og þeirra manna, sem þekkja mig, hvort nokkur ástæða hafi Verið til illyrða hans í minn garð. Og eg ætla að biðja háttv. þingmann að benda á dæmi þess, bara eitt einasta dæmi, að eg hafi ráðist á móti þeim »pricipum«, sem eg hefi verið fylgjandi og rétt eru, til þess að þóknast kjósendum mínum.

Eg get bent háttvitrum þingmanni á það, að Suður Þingeyingar hafa engan hag af því öðrum fremur, að það fyrirkomulag sem nú er á símalagningu haldist. Þeir þurfa alveg eins og aðrir að borga stór tillög til hliðursima, og því meira sem hliðarsimunum fjölgar, því meira þurfa þeir að borga, alveg eins og á sér stað um aðra. Munurinn er enginn annar en sá, að þeim hefir aldrei dottið í hug að mögla, eins og kjósendum háttvirts þingmanns Norður-Ísfirðinga, og honum fyrir þeirra hönd, og er eg þó viss um að eins mikið kemur á Suður-Þingeyinga eftir efnum og ástæðum, eins og Norður-Ísfirðingar borga til símanna.

Háttvirtur þingmaður N.-Ísf. komst þannig að orði í ræðu sinni, að »Stóra norræna« ritsímafélagið af sinni miklu náð vildi lána okkur peninga, af því að það hefði hag af því. Eg get ekki séð, hvers vegna við ættum ekki að þiggja þetta tilboð, þó að »Stóra norræna« ritsímafélagið hefði hag af því, ef við höfum líka hag af því; þegar beggja hagur fer saman, þá er alt gott. Við fáum þessi vildarkjör hjá »Stóra norræna«, af því að það hefir hag af að við stækkum okkar ritsímakerfi. Og við höfum líka hag af að fá þetta lán hjá félaginu, af því að það býður okkur betri kjör en aðrir. Hverju er það nú eiginlega sem munar á að taka þetta lán eða annað lán.

Hæstvirtur ráðherra gerði ráð fyrir, að það mundi nema 2% í rentu. — Eg vil nú ekki gera ráð fyrir að það muni meiru en 1%. En það munar líka öðru. Það lán sem við gætum fengið, ef við ekki tökum þetta lán, yrði áreiðanlega veitt með stórum afföllum, og afföllin mundu nema af 5% láni, ef fengist, alt að 10°%. Rentumunurinn af 1/2 milíón kr. nemur á ári 5000 kr. og afföllin alt að 50,000 kr. í byrjun. Alt þetta kæmi niður á 3. flokks simunum. Það er því auðsætt, að það mundi verða mikil hindrun og töf á allri simalagningu okkar, ef við ekki notum þetta tækifæri — til að fá ódýra peninga.

Háttv. þingm. Dal. (B. J.) ætla eg ekki að svara. Ekkert nýtt né nýtilegt kom fram í hana ræðu. Tillögur hans í þessu máli, eins og í flestum öðrum málum, stefna í þá átt að tefja fyrir framkvæmdum góðra mála. Það er alt af meira og meira að rótfestast hjá mér sú skoðun, að það væri nauðsyn og gæti orðið honum sjálfum til mikils góða, ef hann kæmist einhvern tíma upp í ráðherrastólinn; þá mundi hann vitkast um það, hvað framkvæmanlegt er og hvað óframkvæmanlegt, og þá mundi hann fá ábyrgðartilfinningu á landamálum.