03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2098 í C-deild Alþingistíðinda. (1379)

105. mál, jarðirnir Bústaðir og Skildingarnes lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Kristinn Daníelsson:

Hlutaðeigendur hafa snúið sér beint til Alþingis með mótmæli gegn þessu frv. En þeir hafa líka snúið sér til okkar þingmanna kjördæmisins og beðið þess að við legðum eitthvað til þessa máls frá þeirra sjónarmiði. Það er að vísu vitaskuld að þingmenn eru eigi skyldir til að fara eftir tillögum kjósenda sinna. Þeir eiga að fara eftir sinni sannfæring, en ekki hreppapólitík. Mér finst að hér sé úr vöndu að ráða, þar sem um hagsmuni jafn merks sveitarfélags er að ræða. En aftur á móti skiftir miklu máli að Alþingi gæti hagsmuna annars eins staðar og Reykjavík er; því að hagur hennar er mikilvægari en hagur nokkurs annars staðar á landinu. En þrátt fyrir það má ekki þess vegna traðka rétti þess, sem veikari er.

Mótmæli gegn þessu hafa að vísu mest komið frá Seltjarnarneshreppi, sem eðlilegt er, þar eð hann má eigi við neinni skerðingu. En það er alls ekki rétt að gjósarsýsla láti þetta mál að eina að nafninu til sin taka. Sýslan er svo lítil, að hana munar um skerðingu, þó ekki sé meiri en þessi, Sem hér er farið fram á í frumv.

Að vísu er í 2. gr. sveitarstjórnarlaganna skýlaust heimilað að breyta takmörkum sýslna með lögum; og er þar sjálfsagt haft fyrir augum eitthvað svipað þessu, sem hér er farið fram á. Aftur á móti er í 3. gr. sömu laga talað um að breyta megi sveitartakmörkum án laga, en þá þurfi til þess samþykki sveitastjórna. Finst mér að bezt færi á því að andinn í báðum þessum greinum yrði látinn njóta sín, þannig að valdinu til að breyta takmörkun sýslu yrði ekki beitt, nema með undangengnu samþykki sveitarstjórnar.

Ef hér væri einhver stór. hætta á ferðum fyrir Reykjavík, mundi eg ekki víla fyrir mér að ganga á móti hagsmunum kjósenda minna, þó eg fylgi þeim að málum eins langt og eg get. En nú hefir mér skilist svo á orðum háttv. framsögum. meiri hlutans, að sú helzta bættt~sem Reykjavík gæti staðið af þessu, sé sú að höfn kæmi upp við Skerjafjörð, sem gæti kept við höfnina í Reykjavík. Er eg þeirrar skoðunar að ekki megi stofna höfninni í Reykjavík í neina hættu. Gæti það orðið stór hnekkir einnig fyrir landssjóð, þar sem landið hefir lagt til hafnargerðarinnar stórfé og stendur í ábyrgð fyrir miklu fé til hennar þar að auki. En eg hygg að það liggi ekki svo mikið á þessu máli að það geti ekki beðið næsta þings. þangað til ætti að vera hægt að koma sér saman við sveitarstjórn þá, sem í hlut á.

Þingið 1915 mundi síður víla fyrir sér að samþykkja frumvarpið, ef málið væri betur undirbúið.

Vil eg gjarnan skjóta því til háttv. framsögumanns og annara, hvort ekki væri vert að leita samkomulags við hlutaðeigandi sýslufélag um að leggja allan Seltjarnarneshrepp undir Reykjavík.

Skal eg svo eigi fara fleiri orðum um þetta mál í þetta sinn, en ég áliti heppilegast að frumvarpið næði ekki lengra í þetta sinn.